Hádegismaturinn grillaður á Lækjartorgi
Landnemahópur Vinnuskóla Reykjavíkur rúllaði hjólbörum inn á Lækjartorg í hádeginu í dag og bauð gestum og gangandi að grilla í þeim. „Við viljum laða fjölskyldufólk í bæinn með því að virkja græn svæði og torg í borginni,“ segir Guðlaug Hrefna Jónasdóttir landnemi.
Hjólbörugrill verður fastur liður á Lækjartorgi í sumar og er fólk hvatt til að koma í hádeginu á virkum dögum með samlokur, pylsur eða steikur á grillið.
„Við hvetjum til að mynda þá sem vinna í miðbænum og eru í námunda við okkur að nýta hitabylgjuna í júlí og fara í pikknikk niðrí bæ,“ segir Ívar Örn Sverrisson leiðbeinandi landnemahóps Vinnuskólans.
Þess má einnig geta að fólk getur keypt sér nestispakka í Hljómskálanum og legið á teppi í Hljómskálagarðinum.
Landnemarnir hafa opnað útitaflið aftur og verður jafnframt hægt að taka skák á virkum sumardögum. Útitaflmót er ráðgert miðvikudaginn 1. júlí milli 12:00-15:00 og eru þeir sem vilja taka þátt í því hvattir til að senda upplýsingar um það á netfangið: landnamsmadur@reykjavik.is.
Hjólbörugrill verður fastur liður á Lækjartorgi í sumar og er fólk hvatt til að koma í hádeginu á virkum dögum með samlokur, pylsur eða steikur á grillið.
„Við hvetjum til að mynda þá sem vinna í miðbænum og eru í námunda við okkur að nýta hitabylgjuna í júlí og fara í pikknikk niðrí bæ,“ segir Ívar Örn Sverrisson leiðbeinandi landnemahóps Vinnuskólans.
Þess má einnig geta að fólk getur keypt sér nestispakka í Hljómskálanum og legið á teppi í Hljómskálagarðinum.
Landnemarnir hafa opnað útitaflið aftur og verður jafnframt hægt að taka skák á virkum sumardögum. Útitaflmót er ráðgert miðvikudaginn 1. júlí milli 12:00-15:00 og eru þeir sem vilja taka þátt í því hvattir til að senda upplýsingar um það á netfangið: landnamsmadur@reykjavik.is.
Birt:
29. júní 2009
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Hádegismaturinn grillaður á Lækjartorgi “, Náttúran.is: 29. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/29/hadegismaturinn-grillaour-laekjartorgi/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.