Kvef er sýking í nefhöngum og koki. Það lýsir sér einkum með nefrennsli, hálsbólgu, hósta, höfuðverk og í sumum tilfellum hita. Kvefið stafar af veiru, en það skýrir hvers vegna sýklalyf, sem drepa gerla, duga illa við kvefi. Ýmsar jurtir styrkja ónæmiskerfið og líkaminn í heild og margar þeirra eru tladar geta unnið á veirum Kvefsækið fólk er oftast með lélegt óæmiskerfi vegna rangs mataræðis, streitu eða annarrar óreglu í lífsvenjum.
Þegar fyrstu einkenni kvefs gera vart við sig er rétt að forðast fæðutegundir sem auka framleiðslu slíms í líkamanum, s.s. mjólkurvörur, sykur og rótarávexti (t.d. kartöflur og rófu).

Jurtir gegn kvefi

Blóðberg, garðablóðberg, vallhumall, engiferjurt, piparminta, ísópur, sólblómahattur, hvítlaukur og lakkrísrót.

Í byrjun kvefs er best að taka grösin inn í heitu tei, þau hafa þá svitadrífandi áhrif og svitinn ber úrgangsefni út úr líkamanum.
Önnur aðferð til þess að vinna gegn kvefi er að útbúa gufubað fyrir nef og háls. Hellið þá sjóðandi vatni yfr jurtirnar og andið gufunni að ykkur. Best er að hafa handklæði yfir sér til þess að nýta gufuna sem best.

Jurtir góðar í gufubað gegn kvefi
Blóðberg, garðablóðberg, ísópur, lofnarblóm og hvítlaukur.

Forvörn gegn kvefi
Náttúrulegt C-vítamín og öll fæða sem inniheldur mikið af C-vítamini, hvítlaukur og sólblómahattur.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Kvef“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/kvef/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: