Nú styttist í þriðju ráðstefnuna um orkugjafa framtíðar í samgöngum Driving Sustainability '09 sem haldin verður á Hilton í Reykjavík eftir rúma viku; dagana 14. og 15. september.

Rafmagnssportbíllinn Tesla hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim og ekki síst ný legt samstarf Tesla við Daimler, móðurfyrirtækis Smart og Mercedes Benz um þróun á rafmagnsbílum. Fyrsta Tesla Íslands sem er í eigu 2012 verður til sýnis á ráðstefnunni og kannski fá einhver heppin að taka í gripinn. Einn skipuleggjenda ráðstefnunnar reynsluók bílnum um daginn og má lesa um það hér.

Meira en eitt hundrað þátttakendur frá meira en tuttugu löndum eru þegar skráðir til leiks og þar sem pláss er af skornum skammti minnum við þau ykkar sem hafa hug á þátttöku að skrá sig í dag.

Skráning og frekari upplýsingar á drivingsustainability.org.

Mynd: Rafbíllinn Tesla. 

Birt:
4. september 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rúm vika í Driving Sustainability '09“, Náttúran.is: 4. september 2009 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/rum-vika-i-driving-sustainability-09/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 30. janúar 2014

Skilaboð: