Litli Þorlákur er haldinn hátíðlegur í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit en það er laugardagurinn fyrir fyrsta í aðventu. Þennan dag er fólk að klára undirbúninig aðventunnar, huga að kransinum, jóladagatölum, aðventukertunum og Húskarlahangikjötinu sem allt þarf að vera komið á sinn stað fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.

Þessi dagur hefur eftir því sem árin hafa liðið orðið mikill stemnings-dagur í Jólagarðinum, svona eins og lítill Þorlákur þar sem virkilega er dekrað við þá sem heimsækja Jólagarðinn.
Vonum að sem flestir kíki við og njóti þess að aðventan er að hefjast.
 
Nánar um aðventuævintþrið í sveitinni á eyjafjardarsveit.is.

Tveir jólasveinar í Jólagarðinum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
29. nóvember 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Aðventuævintýrið í sveitinni hefst í dag í Jólagarðinum“, Náttúran.is: 29. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/29/aoventuaevintyrio-i-sveitinni-hefst-i-dag-i-jolaga/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: