Veraldarvinir eru samtök sjálfboðaliða sem standa nú að verkefni sem m.a. sný r að því að hreinsa alla strandlengju Íslands. Verkefnið er 7 ára í ár en síðan árið 2002 hafa tvöþúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í verkefninu bæði af íslenskum og erlendum uppruna.

Leiðin að umhverfis- og menningarlegri samkennd:

Sjö ár eru ekki langur tími í lífi sjálfboðaliðasamtaka en í júní í ár héldu Veraldarvinir upp á sjö ára afmæli sitt. Frá árinu 2003 hafa yfir tvöþúsund sjálfboðaliðar víða að úr heiminum heimsótt Ísland til að taka þátt í verkefnum vítt og breytt um landið. Við stofnun samtakanna í júní árið 2001 kynnti stjórnin aðgerðaráætlun fyrir næstu fimm ár, þ.e. frá 2001-2006. Tvö meginmarkmið hennar voru:

  1. Að byggja upp samtök í samvinnu við sveitarfélög landsins og erlenda samvinnuðaila um allan heim.
  2. Að stuðla að friði, skilningi á umhverfislegum- og menningartengdum málefnum í gegnum sjálfboðaliðastörf og verkefni með friðarboðskap.

Þessum markmiðum var náð og því voru sett ný markmið fyrir árin 2007-2011, þau eru:

  1. Að efla gæði innan samatakanna með meiri áherslu á friðboðandi verkefni og menntunargildi.
  2. Að styrkja stoðir, starfsmenn og möguleika innan Veraldarhreyfingarinnar og hækka tölu virkra meðlima í tvöhundruð.
  3. Að styrkja fjárhagslega stöðu verkefnisins.

Verkefnið er styrkt af Umhverfisráðuneytinu, Bændasamtökunum, Samtökum Sveitarfélaga, Háskóla Íslands og erlendum aðilum s.s. Leonardo menntaverkefni Evrópusamtakanna. Veraldarvinir treysta á að landsmenn sýni sjálfboðaliðunum tillitsemi og virðingu við störf sín enda hljóta slík verkefni ætíð að vera unnin á grunni mannkærleiks og virðingar fyrir umhverfinu.

Sjá kort þar sem sést hvar á landinu Veraldarvinir starfa á árinu 2008 á vef samtakanna.

Birt:
26. júlí 2008
Uppruni:
Veraldarvinir
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Veraldarvinir taka til á Íslandi“, Náttúran.is: 26. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/26/veraldarvinir-taka-til-islandi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. nóvember 2008

Skilaboð: