Færri en 300 dagar eftir - Opið bréf til þjóðhöfþingja og ríksistjórna Evrópusambandsins um loftslagsógnina

Í nýjasta hefti The Economist er birt sem auglýsing opið bréf evrópskra umhverfisverndarsamtaka til leiðtoga Evrópu og skorað á þá að taka loftslagsógnina (climate crisis) alvarlega.

Nú eru færri en 300 dagar þar til loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn og undirrituð samtök, þ.m.t. Náttúruverndarsamtök Íslands, skora á leiðtogana að ekki missa sjónar af þeirri ógn sem stafar af loftslagsbreytingum.
An open letter to EU Heads of State and Government about the climate crisis.

Af vettvangi fræðanna:
Málstofa 20. febrúar kl. 20:15, Lögbergi stofu 101 - Climate change and energy - The role of renewable energy and how law can advance or impede developments. Anita Rønne, dósent í auðlindarétti við Kaupmannahafnarháskóla
Anita mun í fyrirlestri sínum fjalla um loftslagsbreytingar og orkuna, hvert er hlutverk endurnýjanlegra orkugjafa og hvernig löggjöf getur haft áhrif á þróunina.
Sjá dagskrá málstofunnar hér.
Birt:
19. febrúar 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Auglýsing í nýjasta hefti The Economist“, Náttúran.is: 19. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/19/auglysing-i-nyjasta-hefti-economist/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: