Forntextaskrifarinn
Forntextaskrifarinn Kristín Þorgrímsdóttir er stjórnmálafræðingur að mennt og mikil áhugamanneskja um hina fornu ritlist. Hún sérhæfir sig í afritun texta úr íslenskum miðaldahandritum og velur einkum í verk sín texta sem gefa innsýn í heimsmyndir miðaldamanna og almennar hugmyndir þeirra um lífið og tilveruna. Kristín sýnir nú verk sín á Handverkshátíðinni að Hrafnagili í Eyjafirði.
Handskrifuð skinnverk eftir Kristínu eru í eigu Sögusafnsins í Perlunni (sýningarbás Snorra Sturlusonar), Reykjavík, og einnig á Stofnun Árna Magnússonar handskrifað skinnverk eftir hana, sem er til sýnis í skrifaraherbergi á handritasýningu stofnunarinnar í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu, Reykjavík.
Myndin t.v. er af Kristínu í tjaldinu á Handverkshátiðinni. T.h. má sjá dæmi um nokkur af ritverkum hennar. Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
12. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Forntextaskrifarinn“, Náttúran.is: 12. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/11/forntexaskrifarinn/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. ágúst 2007
breytt: 13. ágúst 2007