Orð dagsins 15. desember 2009

Toyota áformar að hefja sölu á tengiltvinnbílum á almennum markaði árið 2011 á samkeppnishæfu verði. Strax í þessum mánuði munu borgaryfirvöld í Strasbourg í Frakklandi fá 100 tengiltvinnbíla af gerðinni Toyota Prius á kaupleigu til reynslu, og um mitt næsta ár er gert ráð fyrir að 600 slíkir bílar verði leigðir út með sama hætti. Þessi gerð af Prius á að komast 23,4 km á rafmagninu einu saman, en í blönduðum akstri er gert ráð fyrir að bensínseyðslan verði að meðaltali um 1,75 l/100km. Chevrolet Volt verður að öllum líkindum fyrsti tengiltvinnbíllinn á Bandaríkjamarkaði, en Toyotabílarnir eiga að verða töluvert ódýrari.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Birt:
15. desember 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Toyota áformar að hefa sölu á tengiltvinnbílum 2011“, Náttúran.is: 15. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/19/toyota-aformar-ao-hefa-solu-tengiltvinnbilum-2011/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. desember 2009

Skilaboð: