Vísindamenn sem vinna sín vísindastörf, en eru einnig á móti virkjunum, hafa verið spurðir hvort að þeir séu ekki að láta skoðanir sínar hafa áhrif á vísindarannsóknir sínar.

ALDREI HAFA VIRKJANASINNAR VERIÐ SPURÐIR SLÍKRA SPURNINGA?

Aldrei hafa þeir verkfræðingar og vísindamenn sem vinna að því að virkja á Íslandi verið spurðir að því hvort að þeir séu að láta persónulega hagsmuni t.d. fjárhagslega eða pólitískan þrýsting ákv. stjórnmálaafla stjórna gjörðum sínum. Samt er augljóst mál að margir græða persónulega á þeim framkvæmdum sem hér um ræðir.

T.d. var Kárahnjúkavirkjun skipt upp bróðurlega á milli allra stóru verkfræðistofanna til þess að passa það að allir fengju nú bita af kökunni.  En auðvitað voru þessir menn bara að vinna vísindalega en ekki að láta persónulega hagnaðarvon hafa áhrif á niðurstöður sínar þegar þeir skrifuðu t.d. umhverfismat.

Er ekki kominn tími til að kippa mönnum inn í raunveruleikann og taka lokið af spillingunni í kringum Kárahnjúka og annað virkjana og græðgisbrask undanfarinna ára?

Greinin birtist á bloggsíðu Ingibjargar Elsu í gær. Sjá síðuna.
Myndin er af Ingibjörgu Elsu. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
19. nóvember 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Virkjanasinni hefur aldrei þurft að svara þessari spurningu“, Náttúran.is: 19. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/19/virkjanasinni-hefur-aldrei-thurft-ao-svara-thessar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: