Stefnumót um loftslagsbreytingar, þróun og öryggi
Á 15. Stefnumóti umhverfisráðuneytisin og Stofnunar Sæmunar fróða verður fjallað um tengsl milli hnattrænna loftslagsbreytinga, sjálfbærrar þróunar og öryggismála. Einnig verður rætt um alþjóðlegar samningaviðræður um loftslagsmál í aðdraganda Kaupmannahafnarfundarins.
Það er dr. Adil Najam, framkvæmdastjóri Pardee Center við Boston University, sem flytur erindið Loftslagsbreytingar, þróun og öryggi. Dr. Adil Najam er einn af aðalhöfundum 3. og 4. skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þá var hann nýlega skipaður í Þróunarnefnd Sameinuðu þjóðanna (CDP), tilnefndur af Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
Stefnumótið er haldið í samstarfi við Norræna húsið og námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Það fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 17. október kl. 11:00 -13:00. Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni. Allir velkomnir!
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Stefnumót um loftslagsbreytingar, þróun og öryggi“, Náttúran.is: 15. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/15/stefnumot-um-loftslagsbreytingar-throun-og-oryggi/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.