Veigrunarorð (e:euphemism) orð notað í stað orðs sem talið er hætta á að hneyksli eða særi. Nýtt dæmi um slíkt veigrunaryrði í pólítíkinni er að finna í yfirlýsingu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Óskars Bergsonar um borgarstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Þar segir að "Breyttar aðstæður í efnahagsumhverfi kalla hins vegar á ákveðnar viðbætur við þann samning [samstarfssamning flokkana frá 2006], en þar vega þyngst viðfangsefni á sviði efnahagsmála, fjárhagsáætlunargerðar og atvinnumála.

Atvinnumál í þessu tilviki standa fyrir að ráðist verði í Bitruvirkjun en þá umræðu vill ný i borgarstjórnarflokkurinn ekki taka að sinni heldur geyma til næsta fimmtudags þegar samstarfssamningur flokkana verður kynntur í heild sinni.

Í lok maí hóf Óskar Bergsson að gera sínar grænar fyrir Sjálfstæðisflokknum með yfirlýsingum um nauðsyn þess að endurskoða ákvörðun meirihluta Ólafs F. Magnússonar og Sjálfstæðisflokksins um Bitruvirkjun.
Birt:
15. ágúst 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Veigrunarorð - euphemism “, Náttúran.is: 15. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/15/veigrunaroro-euphemism/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: