Fyrirtækið FordonGas Sverige AB er fyrst allra fyrirtækja sem fær eldsneyti sitt umhverfisvottað. Eldsneytið metan er því fyrsta eldsneytið á markaði til að hjóta gæðavottun sem umhverfisvænt eldsneyti. 
 
Svarnsmerkið vottar að viðkomandi vara er heilnæm og umhverfisvæn, merkið ný tur mikils traust meðal neytenda á norðurlöndum og fer hróður þess vaxandi. Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin kynnti merkið fyrst árið 1985.  Merkið var upphaflega blátt að lit og táknaði svanurinn í merkinu, sem þá hafði átta fjaðrir, norrænu ríkin fimm, Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð, og sjálfstjórnarsvæðin þrjú, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar.

Sjá nánar á vef FordonGas.

Birt:
25. janúar 2009
Uppruni:
Metan hf
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Metan fyrst vistvænna orkugjafa til að fá Svansmerkið“, Náttúran.is: 25. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/24/metan-fyrst-vistvaenna-orkugjafa-til-ao-fa-svansme/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. janúar 2009
breytt: 26. janúar 2009

Skilaboð: