Eitt af „grænum skrefum“ Reykjavíkurborgar sem tilkynnt var um í vor var að verðlauna visthæfa bíla eða réttara sagt eigendur þeirra með því að hafa gjaldfrjálst í bílastæði í Reykjavík. Nokkurn tíma tók að koma þessu í praktík en var síðan leyst á skemmtilegan hátt, með tímaskífum sem hver visthæfur bíll fengi til umráða.

Eigendur visthæfra bíla voru glaðir og streymdu í umboðin til að sækja skífurnar sínar.
Umboðin hafa þó alls ekki verið með nægar birgðir af skífum á lager því strax fyrstu dagana voru þær rifnar út og löng bið er eftir næstu sendingu. Margir bíða enn eftir að fá skífu. Það er vonandi að úr þessu verði bætt sem fyrst því tímaskífan og allt sem gert er vel við umhverfismeðvitaða ökumenn sendir út þau skilaboð að kaup á visthæfum bíl sé bæði smartari og gáfulegri en kaup á Pick-up.

Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg**** (fjórar stjörnur)
Gangsetning ábótavant (engin stjarna)

Birt:
28. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vinsældirnar ekki fyrirsjáanlegar?“, Náttúran.is: 28. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/28/vinsldirnar-ekki-fyrirsjanlegar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 30. ágúst 2007

Skilaboð: