Ísinn á Norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni en í sumar sem leið. Vísindamenn hafa fylgst með ástandi íssins í 50 ár með aðstoð gervihnatta en s.l. áratug hafa orðið meiri breytingarnar en nokkru sinni.

Sjá frétt CNN. Myndefnið er sérlega áhugavert.

Sjá einnig frétt International Herald Tribune um framlag Íslands til að hjálpa smáeyríkum við að verjast loftslagsbreytingum eða um 2 milljónir dollara á ári.

Myndin sem tekin er úr gerfihnetti þ. 12. september sl. sýnir að Pólarísinn hefur rénað um 40% á 30 árum. Reiknað er nú með að ísinn hverfi alveg yfir sumarmánuðina að 5 árum liðnum. Mynd: CNN.

Birt:
24. september 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Hvítabirnir ráðast gegn hver öðrum sökum hungurs “, Náttúran.is: 24. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/24/hvitabirnir-raoast-gegn-hver-oorum-sokum-hungurs/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: