Sölustaðir íslenskra jólatrjáa á landinu öllu
Skógræktarfélag Austurlands - Eyjólfsstaðaskógur
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Austurlands verður haldin í Eyjólfsstaðaskógi 20.-21. desember kl. 10:00-16:00. Komið og höggvið eigið tré. Nánari upplýsingar veitir Orri Hrafnkelsson í síma 894-8845.
Skógræktarfélag Austur Húnvetninga- Gunnfríðarstaðir
Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga verður með sölu á jólatrjám sunnudaginn 21. desember að Gunnfríðarstöðum. Komið og fellið eigið jólatré. Sala á trjánum hefst kl. 11:00 báða dagana og er opið til kl. 15:00. Nánari upplýsingar veitir Páll Ingþór Kristinsson í síma 86- 3959.
Skógræktarfélag Austur Skaftfellinga- Haukafell
Kiwanisklúbburinn Ós mun verða með sölu á jólatrjám úr Haukafelli fram að jólum. Nánari upplýsingar veitir Elín Harðardóttir í síma 691-2246.
Skógræktarfélag Árnesinga - Snæfoksstaðir í Grímsnesi
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Árnesinga verður haldin á Snæfoksstöðum í Grímsnesi 20.-21. desember, milli kl. 11:00 og 16:00. Komið og höggvið eigið tré. Einnig verður hægt að kaupa tré: blágreni, rauðgreni og stafafuru. Nánari upplýsingar veitir Böðvar Guðmundsson í síma 864-1106.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar – Daníelslundur
Skógræktarfélag Borgarfjarðar verður með jólatrjáasölu í samstarfi við björgunarsveitirnar Brák og Heiðar. Brák verður með sölu á jólatrjám í Brákarhúsinu á Brákarey frá miðvikudeginum 17. desember til jóla. Björgunarsveitin Heiðar mun svo taka á móti fólki í Daníelslundi laugardaginn 20. desember, á meðan bjart er.
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldin á Laugalandi á Þelamörk allar helgar í desember kl. 12:00-15:00. Þar getur fólk valið og sótt sér sjálft tré. Einnig verða söguð tré frá félaginu til sölu í Kjarna. Nánari upplýsingar veitir Johan Holst í síma 462-4047.
Skógræktarfélag Garðabæjar
Skógræktarfélag Garðabæjar verður með jólatrjáasölu laugardaginn 20. desember í aðstöðu félagsins austan Vífilsstaða (við gatnamót Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar). Opið verður kl. 13:00-15:00. Nánari upplýsingar veitir Barbara Stanzeit í síma 565-6232 og 699-6233.
Skógræktarfélag Hafnfirðinga- Höfðaskógur
Hin árlega jólatrjáasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hefst laugardaginn 6. desember í bækistöðvum félagsins, Selinu, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Í boði verða ný höggin úrvals stafafurutré ásamt greni. Einnig úrvals stafafurugreinar og 12 tegundir af íslenskum könglum. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og kökur. Komið og upplifið ekta jólastemmningu. Opnunartími Jólatrjáasölunnar verður sem hér segir: Laugardaginn 20. desember – kl. 10:00 – 18:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma félagsins: 555-6455, 893-2855.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar - Hamrahlíð
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar er í Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Hægt er að fara í skóginn og saga sjálfur tré, en einnig verða til söguð tré á staðnum.
Til sölu eru:
- lifandi tré í pottum (1/2-1 m), greni og fura
- höggvin tré í öllum stærðum, greni og fura
- útlitsgölluð tré (veggtré)
- gjafabréf
Opið verður frá 10. desember, kl. 12-16 virka daga og 10-16 um helgar. Tökum á móti hópum í skóginum á öðrum tíma ef óskað er. Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélagsins: 867-2516, eða á netfanginu: skogmos@internet.is.
Skógræktarfélag Rangæinga - Bolholt
Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 21. desember n.k. frá kl.: 13:00 – 16:00. Þá bþðst fólki að koma í Bolholtsskóg á Rangárvöllum, velja sér tré og fella það. Eingöngu er um furur að ræða. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 869-2042.
Skógræktarfélag Reykjavíkur- Heiðmörk
Það verður æ vinsælla að koma á Heiðmörk á aðventunni með fjölskyldunni að höggva sitt eigið jólatré og heimsækja jólamarkaðinn. Höggvin tré verða til sölu á jólamarkaðnum á Elliðavatni, en hann opnar laugardaginn 29. nóvember og verður svo opinn allar helgar fram að jólum, milli kl. 11 og 17. Fyrir þá sem vilja höggva sér tré verður jólaskógurinn í Hjalladal opinn 20.-21. desember, milli kl. 11 og 16. Nánari upplýsingar eru á heimasíðufélagsins - heidmork.is
Skógræktarfélögin - Fossá í Hvalfirði
Opið verður fyrir almenning 20. og 21. desember, frá kl. 11:00 til 15:00. Vilji hópar koma á öðrum tíma þá er hægt að panta það sérstaklega. Nánari upplýsingar og séróskir s.s. aðra daga veita: Eiríkur Páll Eiríksson sími 554-4236, gsm 864-2865, eirikp@fa.is, Jónína Þ. Stefánsdóttir sími 554-3416, gsm 864-9246, jonina.stefansdottir@gmail.com
Pétur Karl Sigurbjörnsson vinnusími 557-4473, heimasími 554-3452, gsm 869-3276, pks@vao.is, Elísabet Kristjánsdóttir sími 566-6709, gsm 867-2516, betakd@varmarskoli.is, Guðni Indriðason gsm 695-5116, melar@kjalarnes.is, Snorri Hilmarsson sími 566-7040, gsm 897-7687, sogn@mmedia.is, sjá einnig á kjalarnes.is.
Sjá jólavef skógræktarfélaganna.
Mynd: Íslandskort af staðsetningu sölustöðva íslenskra jólatrjáa í ár. Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir. ©Náttúran.is
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran er „Sölustaðir íslenskra jólatrjáa á landinu öllu“, Náttúran.is: 15. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/15/solustaoir-islenskra-jolatrjaa-landinu-ollu/ [Skoðað:2. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. desember 2008