Tveir nýir metanknúnir sorpbílar á vegum Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar voru teknir í notkun í dag. Borgarstjórinn í Reykjavík tók við lyklunum og prófaði gripinn fyrir hönd starfsmanna. Bílarnir eru merktir með blómum og á þeim stendur„Hreinna loft“ og „Virkjum okkur“.
-
Nýju bílarnir eru visthæfir, hljóðlátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi í stað jarðefnaeldsneytis. Auk þess eru bílarnir búnir sjálfvirkum íslenskum rafknúnum tunnulyftum sem eru hraðvirkari og valda minni hávaða- og loftmengun en hefðbundnar lyftur. Borgin rekur sorphirðu með tíu sorpbílum til söfnunar á heimilissorpi hjá borgarbúum. Stefnt er að því að endurnýja sorpbílana á næstu árum með metanknúnum bílum. Nú eru þeir orðnir þrír og eru af Mercedes-Benz gerð.
-
Myndin er af vef Reykjavíkurborgar.
Sjá nánar á Mbl.is


Birt:
18. október 2006
Uppruni:
Árvakur hf
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rusl knýr rusl - Reykjavíkuborg tekur í notkun metanknúna sorpbíla“, Náttúran.is: 18. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/rusl_knyr_rusl/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007

Skilaboð: