Auður Capital og Björk Guðmundsdóttir stofna sprotasjóðinn BJÖRK
Auður Capital og Björk Guðmundsdóttir hafa stofnað fagfjárfestasjóðinn BJÖRK, sem mun fjárfesta í sprotafyrirtækjum á Íslandi
Sjóðurinn er hugsaður sem farvegur fyrir fjárfesta sem hafa áhuga á að beina fé í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi og taka þannig virkan þátt í uppbyggingu á Íslandi um leið og þeir ávaxta fé sitt.
Fjárfest verður í fyrirtækjum sem eru að leysa úr læðingi verðmæti sem byggja á sérstöðu Íslands og eru sjálfbær, þ.e.a.s. standa fjárhagslega undir sér, stunda samfélagslega ábyrga viðskiptahætti og eru umhverfisvæn. Sérstakur áhugi er á fjárfestingum sem nýta menntun okkar og menningu og búa yfir nýrri tækni og/eða nýrri nálgun.
Stærð sjóðsins ræðst af áhuga fjárfesta en Auður Capital verður rekstraraðili Bjarkarsjóðsins og hefur þegar lagt 100m í sjóðinn.
Meira um BJÖRK hér að neðan:
BJÖRK er frumkvöðla- og sprotasjóður
Sjóðurinn er hugsaður sem farvegur milli sprota- eða frumkvölafyrirtækja og þeirra fjárfesta sem hafa áhuga á að beina fé í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi og taka þannig virkan þátt í uppbyggingu á Íslandi um leið og þeir ávaxta fé sitt.
BJÖRK er samstarfsverkefni Auðar Capital og tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur sem hefur gerst ötull talsmaður nýsköpunar, frjórrar hugsunar og aukinnar fjölbreytni í atvinnulífi Íslands.
Auður Capital er rekstraraðili sjóðsins og hefur lagt til upphafsfjárfestinguna 100 milljónir króna. Fjármögnun BJARKAR stendur nú yfir og geta áhugasamir fagfjárfestar haft samband við Höllu Tómasdóttur, stjórnarformann Auðar Capital halla@audur.is.
Fjárfestingartækifæri sem falla að fjárfestingarviðmiðum BJARKAR verða ekki tekin til skoðunar fyrr en fjármögnun sjóðsins er lokið. Áætlað er að það verði í mars 2009. Þeir sem búa yfir áhugaverðum fjárfestingartækifærum geta þó sent inn upplýsingar sem afstaða verður tekin til þegar fjármögnun sjóðsins er lokið.
Fjárfestingarviðmið BJARKAR
BJÖRK leggur áherslu á fjárfestingu í fyrirtækjum sem leysa úr læðingi verðmæti sem byggja á sérstöðu Íslands og eru sjálfbær, þ.e. standa fjárhagslega undir sér, stunda samfélagslega ábyrga viðskiptahætti og eru umhverfisvæn. Sérstakur áhugi er á fjárfestingum sem nýta menntun okkar og menningu og búa yfir nýrri tækni og/eða nýrri nálgun.
Sjóðurinn leitar að fjárfestingum í fyrirtækjum sem uppfylla minnst þrjú af eftirtöldum skilyrðum:
- Byggja á raunverulegri sérstöðu.
- Starfa á hratt vaxandi markaði.
- Hafa mikla stækkunarmöguleika.
- Eru komin með “proof of product” eða “proof of sale”.
- Búa yfir nýrri tækni eða nýrri nálgun.
- Geta náð sterkri samkeppnisstöðu.
Við leggjum áherslu á að fjárfesta í fólki sem hefur
- Skþra framtíðarsýn.
- Vel útfært viðskiptamódel.
- Reynslu í viðkomandi geira.
- Eldmóð og kraft til að framkvæma.
- Samskiptahæfileika.
- Langtímahugsun, gagnkvæman ávinning og áhættumeðvitund að leiðarljósi.
Birt:
Tilvitnun:
BJÖRK fjárfestingarsjóður „Auður Capital og Björk Guðmundsdóttir stofna sprotasjóðinn BJÖRK“, Náttúran.is: 17. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2009/01/03/auour-capital-og-bjork-guomundsdottir-stofna-sprot/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. janúar 2009