Framboð, flokkur, félag - Framtíðarlandið
„Framtíðarlandið hefur hafið undirbúning framboðs til þings“ hljómaði skýrt og skorinort í kvöldfréttum Stöðvar 2 (sjá fréttina á Vísi.is) í kvöld. Sú niðurstaða virðist vera byggð á því að Ómar Ragnarsson og fleiri frambærilegir frambjóðendur, hugsa sitt mál nú vel og vandlega og láta skoðanakannanir vera þar það leiðarljós sem leggi grunninn að stofnun ný s flokks eða framboðslista „sem ekki myndi taka frá þeim flokkum sem láta sig umhverfismál varða“.
Annað hvort verður þetta framboð í kringum virka miðju Framtíðarlandsins - félags um framtíð Íslands, sem stofnað var sem félag í Austurbæ þ. 17. 06. 2006 og er nú stjórnað af sjálfskipaðri stjórn sem „ekki“ hefur verið kosin af félagsmönnum. Eða framboðið ber annað nafn en mun þá mögulega hafa yfirlýstan stuðning félagsins, sem þá þyrfti að fá það samþykkt á aðalfundi eða viðurkenndri samkundu félagsins.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum hafa ólýðræðilseg vinnubrögð félagsins gagnvart hinum sauðsvarta félagsmanni komið jafnvel innsta hring félagsmanna í opna skjöldu enda flestir listamenn sem standa í uppákomum án þess að þurfa að ráðfæra sig við annað en eigin hjarta. En fylgi verður ekki notað nema lýðræðislega sé með það farið og það er vonandi að sþjast inn.
-
Eitthvað er að ske í Framtíðarlandinu það virðist ljóst, enda ekki nema um 3 mánuðir til kosninga og alls ekki nógu mikil áhersla lögð á umhverfismál í aðdraganda kosninganna, allavega það sem af er árinu. Á nýrri heimasíða Framtíðarlandsins „í tímaritsformi“ hafa félagsmenn enga yfirlýsingu að styðjast við varðandi hvort félagið fari í framboð eða ekki. Þó var sent á félagsmenn bréf fyrir jólin þar sem segir m.a. „Í kjölfar fréttar í síðustu viku í Blaðinu hafa margir félagsmenn haft samband við skrifstofuna eða stjórnarmenn og viljað fá upplýsingar um meint þingframboð Framtíðarlandsins. Af því tilefni vill stjórnin koma því áleiðis til félagsmanna að engar ákvarðanir verða teknar um slíkt án samráðs við þá á opnum og rækilega auglýstum félagsfundi“.
-
Á vef Framtiðarlandsins eru birtar 5 hagnýtar tillögur úr umhverfissáttmála Nicolasar Hulot lauslega þþddar og endursagðar. Sjá tillögurnar.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Framboð, flokkur, félag - Framtíðarlandið“, Náttúran.is: 23. janúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/framtidarlandid_frambod/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007