Rjúpnaveiðitíminn hafinn
Rjúpnaveiðitíminn hófst í dag. Rjúpnaveiðitímabilið stendur frá 1.-30. nóvember í ár. Mælt er með því að veiddir verði að hámarki 38.000 fuglar. Vakin skal athygli á að veiðar eru aðeins leyfðar á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum.
Allar skotveiðar eru bannaðar innan þjóðgarða og á 2.700 ferkílómetrum á Suðvesturlandi. Sjá nánar í grein um ákvarðanir umhverfisráðherra varðandi rjúpnaveiðar.
Umhverfisstofnun hvetur rjúpnaveiðimenn til að kynna sér vandlega reglur um þjóðgarða og friðlýst svæði áður en haldið er til veiða. Sjá vef ust.is.Í dag kl. var 08:21 kom fyrsta útkall haustsins vegna rjúpnaveiðimanna, aðeins rúmum 8 stundum eftir að rjúpnaveiðitímabilið hófst.. Það voru veiðimenn á Landcrusier jeppa sem sátu fastir í miðri á fyrir norðan Sandkluftarvatn. Mennirnir höfðu bjargað sér í land og amaði ekkert að þeim. Björgunarsveitin Ingunn fór á staðinn kom þeim til hjálpar tæpum klukkutíma síðar. Mikill straumur er af veiðimönnum núna uppá hálendið á þessum slóðum. Bjsv. Ingunn hefur undanfarna daga verið að undirbúa sig fyrir rjúpnaveiðitímabilið og á von á því að þurfa að sinna þónokkrum útköllum tengdum rjúpnaveiði eins og undanfarin ár.
Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rjúpnaveiðitíminn hafinn“, Náttúran.is: 1. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/01/rjpnaveiitminn-hafinn/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.