Utanríkisráðherra taki af skarið í New York
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent utanríkisráðherra bréf* í tilefni sérstaks fundar sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban-ki Moon hefur boðað til á mánudag. Markmið aðalritarans er auka þrýstingin á aðildarríkin að ná árangri á næsta fundi Loftslagssamningsins á Bali í Indónesíu í desember n.k. Þar verður að takast samkomulagi um hvernig ná skuli samningum um næsta skref Kyoto-bókunarinnar eigi síðar en 2009. Gert er ráð fyrir að um 150 þjóðarleiðtogar sitji fundinn.
Utanríkisráðherra benti á í ræðu sinni flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar s.l. laugardag að ,,Í umhverfismálum bíða okkar risavaxin verkefni, loftslagsmálin verða efst á baugi á næstu árum og ljóst að krafa verður gerð á okkur um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda."
Náttúruverndarsamtök Íslands taka undir þessa ábendingu utanríkisráðherra. Ísland getur ekki krafið önnur ríki um að þau dragi úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda án þess að sýna fordæmi í að stöðva aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi og síðan draga úr og setja skýr mörk um 30% samdrátt fyrir árið 2020 miðað við 1990.
Birt:
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Utanríkisráðherra taki af skarið í New York“, Náttúran.is: 24. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/24/utanrkisrherra-taki-af-skari-new-york/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. september 2007