Alþjóðlega ráðstefna um möguleika og hlutverk hönnunarrannsókna sem tæki til að efla sjálfbæra þróun verður haldin í Torino á Ítalíu dagana 10.-13. júlí nk.

Ráðstefnan sem ber yfirsögnina „Að breyta breytingunum“ (Changing the change) hefur það að markmiði að breyta af leið og taka þátt í sjálfbærri mótun samfélagsins með hönnun sem verkfæri.

Sérstök áhersla verður lögð á að kynna niðurstöður rannsókna á sviði hönnunar og framtíðartækifærin og hugmyndfræðina á bak við það að hönnun geti haft mótandi og jákvæð áhrif á þróun þjóðfélagsins í átt til sjálfbærni.

Miðpunktur ráðstefnunnar verður kynning á niðurstöðum hönnunarrannsókna þar sem verkefni hafa leitt af sér afgerandi niðurstöður sem stuðla að sjálfbærni og umhverfismeðvitund. Fjöldi virtra fyrirlesara verða fyrirlesarar á ráðstefnunni.

Sjá dagskrá ráðstefnunnar.

Áhugasamir hafi samband við: info@changingthechange.org

Birt:
5. júlí 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Að breyta breytingunum“, Náttúran.is: 5. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/05/ao-breyta-breytingunum/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: