Óskarinn grænn í ár
79. Óskarsverðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi og var þá brotið blað í sögu Óskarsins en hátíðin var fyrsta umhverfisvæna Óskarsverðlaunahátíðin sem haldin hefur verið.
Laura Ziskin framkvæmdarstjóri hátíðarinnar og starfsfólk hennar settu sér þau markmið að velja aðeins vörur og þjónustu sem að voru með þá stefnu að draga úr hættunum sem stafa af gróðurhúsaárhrifum, útrýmingu dýrategunda, eyðingu regnskóganna, eiturefnaúrgangi og hættulegum efnum í vatni og matvörum. Með aðstoð og leiðsögn frá the Natural Resources Defense Council (www.nrdc.org) var fljótlega komist að því að það var einfalt og sparsamt að gera breytingar og draga þar af leiðandi úr umhverfisáhrifum Óskarsverðlaunahátíðarinn.
Einnig má nefna það að Al Gore fyrrum varaforseti Bandaríkjanna fékk Óskarinn fyrir heimildarmynd sína "An Inconvenient Truth". Þegar hann tók við verðlaununum notaði hann tækifærið og brýndi fyrir áhorfendum mikilvægi þess að sporna við loftlagsbreytingum: “My fellow Americans, people all over the world, we need to solve the climate crisis,” “It’s not a political issue, it’s a moral issue. We have everything we need to get started with the possible exception of the will to act. That’s a renewable resource. Let’s renew it.”
og má kannski draga þá ályktun að Al Gore hafi haft mikil áhrif á bæði framkvæmdarstjórn hátíðarinnar og gesti hennar.
Sjá einnig grein á treehugger.com.
Birt:
26. febrúar 2007
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Óskarinn grænn í ár“, Náttúran.is: 26. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/oskarinn_graenn/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007