Veiðar á 40 hrefnum leyfðar í ár
Sjávarútvegsráðherra gaf í gær út leyfi fyrir veiðum á 40 hrefnum á þessu ári. Reuters greina frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafi lýst því yfir að hvalveiðarnar séu ekki á ábyrgð Samfylkingarinnar.
„Sjávarútvegsráðherra hefur stjórnarskrárvarið vald til að gefa út reglugerð sem þessa og þarf ekki að ráðfæra sig við þingið,“ sagði Ingibjörg í yfirlýsingu. „Sem utanríkisráðherra tel ég að með þessu sé verið að fórna langtímahagsmunum fyrir skammvinnan gróða, þrátt fyrir að kvótinn sé smærri en undanfarin ár.“
„Það eru í kringum 50.000 hvalir í kringum Ísland og ég efast um að veiðar á 40 af þeim breyti miklu fyrir stofninn,“ sagði Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna.
Birt:
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Veiðar á 40 hrefnum leyfðar í ár“, Náttúran.is: 20. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/20/veioar-40-hrefnum-leyfoar-i-ar/ [Skoðað:27. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.