Ágætis byrjun
Orð dagsins 27. febrúar 2009.
Í þessari viku fengu allir 6.500 leikskólarnir í Noregi sendar upplýsingar um verkefnið God start (eða „Ágætis byrjun“), en þar er á ferðinni fræðsluátak um umhverfismerkingar fyrir starfsfólk og börn á leikskólum. Verkefnið hefur staðið yfir í nokkur ár, en markmið þess er að byggja upp vitund og þekkingu um hin opinberu umhverfismerki, um leið og efnt er til samstarfs við atvinnulífið til að stuðla að auknu framboði á og aðgengi að umhverfismerktum vörum. Í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar Noregs, Soria Moria yfirlýsingunni, er sérstakt ákvæði um stuðning við umhverfismerkingar.
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í Noregi í gær,
skoðið heimasíðu átaksins God start
og rifjið upp „Orð dagsins“ 3. nóvember 2004
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Ágætis byrjun“, Náttúran.is: 27. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/02/agaetis-byrjun/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. mars 2009