Í gær var undirritaður samstarfssamningur um jarðhitatækni milli ríkisstjórna Íslands, Ástralíu og Bandaríkjanna.

Markmið samningsins er að auka afrakstur jarðhitakerfa og vinna markvisst að þróun nýrrar hátækni við jarðhitanýtingu. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd.

Samkvæmt samningnum skuldbinda stjórnvöld sig til að leggja sig fram um að þróa og kynna hátækni á sviði jarðhitavinnslu, til að tryggja orkuöryggi og umbætur í loftslagsmálum.

Á vef Orkustofnunar segir að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, leggi áherslu á að tilgangurinn með samstarfinu sé að stórauka nýtingu á jarðhita í öllum heimsálfum með þróun tækni og þekkingar sem skilað sé áleiðis til heimsbyggðarinnar.

Myndin er af Hellisheiðarvirkjun. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
1. september 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Uppruni:

Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Ísland, Ástralía og Bandaríkin starfa saman að jarðhitanýtingu“, Náttúran.is: 1. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/01/island-astralia-og-bandarikin-starfa-saman-ao-jaro/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. desember 2008

Skilaboð: