Sýningin Sjálfbær þróun á heimsvísu, verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 8.-22. mars nk. Áhugafólk um sjálfbæra þróun stendur fyrir sýningunni. Sýningin er opin frá kl. 13:00 - 19:00 á virkum dögum og 12:00 - 18:00 um helgar. Leiðsögn fyrir skólahópa er fyrir hádegi á virkum dögum, pantanir í síma: 698 1040.

Sýningin var upprunalega sýnd á Heimsfundinum um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg árið 2002 og var hún framlag UNDP, UNEP, Earth Council, Earth Charter Initiative og SGI til þessa áratugar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nefnt ,,áratug menntunar fyrir sjálfbæra þróun." Sýningin fjallar í megindráttum um mátt einstaklingsins til breytinga á umhverfi sínu og þjóðfélagi, víða um heim.

„Þar sem við erum full lífsorku ættum við unga fólkið að vera í fararbroddi hreyfingar Jarðarsáttmálans.“ Ráðstefna um Jarðarsáttmálann í Singapur. Sjá nánar á vef samtakanna.

Birt:
24. febrúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sjálfbær þróun á heimsvísu“, Náttúran.is: 24. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/24/sjalfbaer-throun-heimsvisu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: