Umhverfisráðherra Brasilíu segir af sér
Orð dagsins 14. maí 2008
Marina Silva, umhverfisráðherra Brasilíu, sagði af sér í gær eftir að hafa orðið undir í ríkisstjórn landsins í viðleitni sinni til að vernda einstaka náttúru Amazonskóganna. Afsögn hennar er sögð vera mikið áfall fyrir þá sem vinna að náttúruvernd, bæði í Brasilíu og á alþjóðlegum vettvangi. Marina beitti sér gegn ýmsum áformum um skógarhögg, ræktun og mannvirkjagerð á Amazonsvæðinu, auk þess sem hún tók málstað íbúa svæðisins gegn verksmiðjubúskap og ólöglegu skógarhöggi. Sömuleiðis beitti hún sér í ríkisstjórn Brasilíu gegn ræktun erfðabreytts korns og byggingu kjarnorkuvera. Á Amazonsvæðinu er að finna 20% af ferskvatnsbirgðum jarðar og 15% af öllum dýra- og plöntutegundum heimsins. Á tímabilinu ágúst-desember á síðasta ári var 7.000 ferkílómetrum af skógunum rutt úr vegi til að rýma fyrir athöfnum manna.
Lesið frétt PlanetArk/Retuer í dag
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Umhverfisráðherra Brasilíu segir af sér“, Náttúran.is: 14. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/15/umhverfisraoherra-brasiliu-segir-af-ser/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. maí 2008