EÞIKOS – Miðstöð Íslands um samfélagsábyrgð fyrirtækja stendur fyrir hádegisfundi þriðjudaginn 13. janúar kl. 12:00-13:15 í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, Reykjavík.
 
Mikið gjörningaveður hefur geisað í íslensku samfélagi á síðustu mánuðum. Margar áleitnar spurningar hafa vaknað sem lúta að siðferðilegum gildum og viðhorfi til þeirra. Hafa þær þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa á síðustu árum valdið grundvallarbreytingum á siðferði og grunngildum þjóðarinnar? Á fundinum verður leitað svara við þessari spurningu.
 
Frummælendur:

  • Siðrof og samfélagsbreytingar - Dr. Jón Gunnar Bernburg, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands:               
  • Launhæðni, kaldhæðni og siðleysi - Dr. Jón Ólafsson,forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst   

Pallborðsumræður
Bjarni Benediktsson, alþingismaður
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður
Ólafur Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins
 
Fundarstjóri: Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur Eþikos
Aðgangur er öllum opinn.

Birt:
Jan. 11, 2009
Höfundur:
Náttúran er
Tilvitnun:
Náttúran er „Siðrof eða siðbrestir? Þjóð á krossgötum!“, Náttúran.is: Jan. 11, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/11/siorof-eoa-siobrestir-thjoo-krossgotum/ [Skoðað:Oct. 6, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: