Umhverfisráðherra verði við kröfum Landverndar
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna gagnrýni umhverfisráðherra á samþykktir bæjarstjorna Garðs og Reykjanesbæjar. Samtökin lýsa yfir fullum stuðningi við kæru Landverndar og krefjast þess að umhverfisráðherra ógildi álit Skipulagsstofnunar um álver í Helguvík og tryggi með þeim hætti að fram fari heildstætt umhverfismat fyrir álver, orkuflutninga og þær virkjanir sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í.
Fyrir kæru Landverndar liggja gild rök sem m.a. byggja á markmiðum tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisráhrifum þess efnis að allar upplýsingar liggi fyrir þegar ákvörðun er tekin. Þess vegna ber ráðherra að ógilda álit Skipulagsstofnunar og taka þannig af öll tvímæli um að fram verði að fara nýtt og heildstætt mat á umhverfisáhrifum.
Útgáfa Reykjanesbæjar og Garðs á framkvæmdaleyfi er ótímabær gjörningur í kapphlaupi um tiltækar heimildir fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá nýrri stóriðju; heimildir sem einungis nægja fyrir eitt lítið álver enn. Ákvörðun Reykjanesbæjar og Garðs er því atlaga að skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum og afar brýnt að umhverfisráðherra grípi þar inn. Að öðrum kosti skapast illt fordæmi sem önnur álfyritæki munu nýta sér. Nokkrar ábendingar
Málefnalegar forsendur fyrir útgáfu starfsleyfis eru ekki fyrir hendi þar eð að minnsta kosti sjö sveitarfélög þurfa að breyta skipulagsáætlunum sínum til þess að áform um orkuöflun og orkuflutninga geti náð fram að ganga.
Langt er í land með orkuöflun fyrir álver Norðuráls hafa horfur í þeim efnum farið versnandi. Rannsóknir á Krþsuvíkursvæðinu benda til þess að þar sé að finna minni orku en gert var ráð fyrir þegar Hitaveita Suðurnesja samdi við Norðurál. Þá voru Suðurlindir stofnaðar með það að markmiði: „að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna og íbúa þeirra varðandi náttúruauðlindir í landi sveitarfélaganna við Trölladyngju, Sandfell og í Krísuvík m.a. mögulega nýtingu jarðvarma og eignar- og nýtingarrétt hvers sveitarfélags fyrir sig.“ Við stofnun Suðurlinda sagði Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík og formaður Suðurlinda m.a: Orkan verður nýtt í Grindavík. Ég reikna með því að Hitaveitan geti fengið orku annarsstaðar til þess að selja í álver.
Við sama tilefni svarar Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum, því játandi að Vogar hafi í hyggju að bjóða Keilisnesið til frekari atvinnuuppbyggingar, svæðið sé frábærlega vel staðsett. Því er ósvarað af hálfu Hitaveitu Suðurnesja hvaða aðrir staðir komi til greina til þess að afla þeirra liðlega 100 MW sem stóð til að taka úr landi Suðurlinda.
Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur sagt að ekki sé heppilegt að hafa öll eggin í einni körfu og að áhugi sé á að skoða aðra kosti en álver. Í áformum Norðuráls er gert ráð fyrir 175 MW frá OR en aðeins hefur verið samið um 100 MW óljóst er hvaðan þau 75 MW sem út af standa eigi að koma. Sé einnig horft til vandkvæða vegna orkuflutninga er ljóst að af þeim 435 MW sem ætlað er að álverið þurfi eru aðeins 100 – 150 MW föst í hendi nema umdeildar háspennulínur verði settar inn á skipulag sjö sveitarfélaga sem ekki myndu njóta góðs af álverinu en þyrftu að sætta sig við spjöllin.
Bent skal á að fullyrðing Árna Sigfússonar, í kvöldfréttum Rúv í gær, um að nágrannasveitarfélögin hafi öll talið kæru Landverndar ótæka enda er í umsögn Voga tekið undir sjónarmið samtakanna og telur sveitarfélagið að: „eðlilegra hefði verið að Skipulagsstofnun hefði nýtt sér heimild [...] [laganna] þar sem segir að þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri geti stofnunin ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.“
Umhverfisstofnun tekur í umsögn sinni einnig undir sjónarmið náttúruverndarsamtaka um heildstætt umhverfismat.
Fyrir kæru Landverndar liggja gild rök sem m.a. byggja á markmiðum tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisráhrifum þess efnis að allar upplýsingar liggi fyrir þegar ákvörðun er tekin. Þess vegna ber ráðherra að ógilda álit Skipulagsstofnunar og taka þannig af öll tvímæli um að fram verði að fara nýtt og heildstætt mat á umhverfisáhrifum.
Útgáfa Reykjanesbæjar og Garðs á framkvæmdaleyfi er ótímabær gjörningur í kapphlaupi um tiltækar heimildir fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá nýrri stóriðju; heimildir sem einungis nægja fyrir eitt lítið álver enn. Ákvörðun Reykjanesbæjar og Garðs er því atlaga að skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum og afar brýnt að umhverfisráðherra grípi þar inn. Að öðrum kosti skapast illt fordæmi sem önnur álfyritæki munu nýta sér. Nokkrar ábendingar
Málefnalegar forsendur fyrir útgáfu starfsleyfis eru ekki fyrir hendi þar eð að minnsta kosti sjö sveitarfélög þurfa að breyta skipulagsáætlunum sínum til þess að áform um orkuöflun og orkuflutninga geti náð fram að ganga.
Langt er í land með orkuöflun fyrir álver Norðuráls hafa horfur í þeim efnum farið versnandi. Rannsóknir á Krþsuvíkursvæðinu benda til þess að þar sé að finna minni orku en gert var ráð fyrir þegar Hitaveita Suðurnesja samdi við Norðurál. Þá voru Suðurlindir stofnaðar með það að markmiði: „að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna og íbúa þeirra varðandi náttúruauðlindir í landi sveitarfélaganna við Trölladyngju, Sandfell og í Krísuvík m.a. mögulega nýtingu jarðvarma og eignar- og nýtingarrétt hvers sveitarfélags fyrir sig.“ Við stofnun Suðurlinda sagði Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík og formaður Suðurlinda m.a: Orkan verður nýtt í Grindavík. Ég reikna með því að Hitaveitan geti fengið orku annarsstaðar til þess að selja í álver.
Við sama tilefni svarar Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum, því játandi að Vogar hafi í hyggju að bjóða Keilisnesið til frekari atvinnuuppbyggingar, svæðið sé frábærlega vel staðsett. Því er ósvarað af hálfu Hitaveitu Suðurnesja hvaða aðrir staðir komi til greina til þess að afla þeirra liðlega 100 MW sem stóð til að taka úr landi Suðurlinda.
Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur sagt að ekki sé heppilegt að hafa öll eggin í einni körfu og að áhugi sé á að skoða aðra kosti en álver. Í áformum Norðuráls er gert ráð fyrir 175 MW frá OR en aðeins hefur verið samið um 100 MW óljóst er hvaðan þau 75 MW sem út af standa eigi að koma. Sé einnig horft til vandkvæða vegna orkuflutninga er ljóst að af þeim 435 MW sem ætlað er að álverið þurfi eru aðeins 100 – 150 MW föst í hendi nema umdeildar háspennulínur verði settar inn á skipulag sjö sveitarfélaga sem ekki myndu njóta góðs af álverinu en þyrftu að sætta sig við spjöllin.
Bent skal á að fullyrðing Árna Sigfússonar, í kvöldfréttum Rúv í gær, um að nágrannasveitarfélögin hafi öll talið kæru Landverndar ótæka enda er í umsögn Voga tekið undir sjónarmið samtakanna og telur sveitarfélagið að: „eðlilegra hefði verið að Skipulagsstofnun hefði nýtt sér heimild [...] [laganna] þar sem segir að þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri geti stofnunin ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.“
Umhverfisstofnun tekur í umsögn sinni einnig undir sjónarmið náttúruverndarsamtaka um heildstætt umhverfismat.
Birt:
13. mars 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Umhverfisráðherra verði við kröfum Landverndar“, Náttúran.is: 13. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/13/umhverfisraoherra-veroi-vio-krofum-landverndar/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. mars 2008