Rannsókn á markaðsímynd fyrirtækja sem nota visthæfa orkugjafa
Verkefnið mun m.a. leitast við að kanna viðhorf ferðamanna til nýtingar umhverfisvæns eldneytis og kortleggja hvort tveggja afstöðu ferðamanna og áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta visthæft eldsneyti. Verkefnið er samvinnuverkefni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, land- og ferðamálafræðiskorar Háskóla Íslands og íslenskrar NýOrku. Nemandi mun hafa starfsaðstöðu á NýOrku. Fyrir hendi er fjármögnun nemanda (laun) í þrjá mánuði. Áframhaldandi fjármögnun er háð umsóknum um áframhaldandi styrki.
Meistaranám í ferðamálafræðum við HÍ er að öllu jöfnu tveggja ára rannsóknanám (120e) á sérhæfðu sviði ferðamálafræða að loknu BS námi sem gefur prófgráðuna magister scientiarum, MS. Námið samanstendur af sjálfstæðu rannsóknaverkefni (60e eða 90e) og námskeiðum (60e eða 30e). Frekari upplýsingar um meistaranám við land- og ferðamálafræðiskor HÍ er að finna hér.
Áhugasamir hafi samband við Rannveigu Ólafsdóttur í síma 5255482 eða á netfang ranny@hi.is
Birt:
9. júlí 2008
Tilvitnun:
Rannveig Ólafsdóttir „Rannsókn á markaðsímynd fyrirtækja sem nota visthæfa orkugjafa“, Náttúran.is: 9. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/09// [Skoðað:24. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.