Miðvikudaginn 5. mars verður á dagskrá Hrafnaþings erindið „Áhrif jarðvegsrofs á kolefnisbúskap og landgæði“ en það er Guðrún Gísladóttir, náttúrulandfræðingur og prófessor við Land- og ferðmálafræðiskor Háskóla Íslands sem flytur erindi um árhif jarðvegsrofs á kolefnisbúskap. Í erindi sínu mun Guðrún fjalla um rannsóknir á Krþsuvíkurheiði þar sem áætlað hefur verið heildarmagn áfoks og jarðvegstap á svæðinu frá landnámi og magn kolefnis sem hefur safnast upp við áfok og tapast við rof.

Erindi eru flutt að jafnaði annan hvern miðvikudag og eru haldin í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík. Þau hefjast kl. 12:15 og er lokið kl. 13:00

Nánari umfjöllun um erindi Guðrúnar er á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar.
Sá dagskrá Hrafnaþings í vetur.

Birt:
3. mars 2008
Tilvitnun:
Lovísa Ásbjörnsdóttir „Áhrif jarðvegsrofs á kolefnisbúskap og landgæði“, Náttúran.is: 3. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/03/ahrif-jarovegsrofs-kolefnisbuskap/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: