Helstu umferðagötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt til að koma í veg fyrir að svifryk fari yfir heilsuverndarmörk á föstudaginn 6. mars. Styrkur svifryks (PH10) var við heilsuverndarmörk í gær, 5. mars. „Aðalumferðagötur höfðu þornað í gær og ryk þyrlast upp af þeim,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi Umhverfis- og samgöngusviðs.

Í dag verða aðstæður fyrir svifryksmyndun í Reykjavík, það verður kalt, logn og þurrviðri. Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu því rykbinda (magnesíumklóríð 19%) helstu umferðagötur. Erlendar rannsóknir frá Norðurlöndum sýna að rykbinding getur dregið úr svifryksmengun allt að 35%. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkti viðbragðsáætlun um loftgæði í borginni nú í vikunni og er þessi tilraun til að draga úr svifryksmengun á morgun, 6. mars, í samræmi við hana. Anna Rósa segir að næstu daga verði sennilega þurrviðri, kalt og vindhraði lítill. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast helstu umferðaæðar borgarinnar þessa daga. Hægt er fylgjast með styrks svifryks á heimasíðu Reykjavíkurborgar (www.reykjavik.is)

Svifryksdagar í marsmánuður hafa oft reynst margir. Þá eru flestir á nagladekkjum og líkur á þurrviðri nokkrar. Logn og kuldi er ávísun á svifryksmengun í Reykjavík í marsmánuði og því er ástæða til að fylgja góðum ráðum sem draga úr mengun:
  • Ganga og hjóla meira
  • Nota strætisvagna
  • Samnýta bíla
  • Hvíla bifreiðar á nagladekkjum
Mynd: Á myndinni sést rykbindingin greinilega. Af vef Reykjavíkurborgar.
Birt:
6. mars 2009
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Dregið úr svifryki á morgun með rykbindingu í nótt “, Náttúran.is: 6. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/06/dregio-ur-svifryki-morgun-meo-rykbindingu-i-nott/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: