Kornið er þema á Handverkshátíð á Hrafnagili dagana 10.-12. ágúst 2007.
Korn hefur verið ræktað um öll lönd og brauðgerðar og hálmurinn notaður í ýmiskonar nytja og skrautmuni. Fundist hafa nær óskemmdir hlutir í jörðu sem sýna að fólk hefur búið til hina ýmsu nytjamuni og hluti til trúariðkanna, þar sem hver korntegund hefur haft sérstaka þýðingu, tengda uppskeruhátíðinni, til að þakka korngyjunni fyrir þá uppskeru sem fengist hefur eða bæn fyrir góða uppskeru næsta árs. Í fagurlega ofnum hálmbúrum var talið að hægt væri að hneppa anda korngyðjunnar Isis, en hún dó eða lagðist í dvala með seinustu hálmstráunum er skorin voru frá akrinum. Í búrinu hvíldist hún til næsta árs til að endurfæðast næsta vor eða þegar útsæðið byrjaði að spíra á ný .

Það elsta sem fundist hefur af hálmmunum er frá Austurlöndum nær, Perú og Evrópu. Í Tyrklandi hafa fundist körfur frá 6150 f.kr. og í gröf Tutankhamons fundust 116 heilar körfur og brot frá fjölda annara. Í Perú fundust körfur frá 2500 f.kr. og Evrópu frá 2500 f.kr. Hálmurinn er náttúruafurð. En til að gæðin verði góð, þarf að undirbúa hann rétt. En í samanburði við önnur handverksefni er undirbúningurinn þó lítill. Í raun er hægt að nota hvaða útsæði sem er fyrir hálmvinnu og er mismunandi tegundir notaðar í hverju landi fyrir sig. Í Eyjarfirði og um allt land er nú farið að rækta kornið aftur og má segja að korngyðjan Isis sé nú vel hvíld eftir langan dvala.

Á þeim árum er landnám var hér, var Isis fönguð í fagurt skraut á Norðurlöndunum eins og hafði verið gert af korný jóðum í mörg þúsund ár. Þegar akurinn var á Akureyrinni þá hlítur það einnig að hafa verið stundað því annars brást uppskeran að ári. Svo það má ætla að þetta sé löngu tínd íslensk handverkshefð.
Nú erum við allavega komin með akra aftur og þetta fína handverkshráefni sem er innlent. Að nota kornið sem þema kallar á vangaveltur og nýjar hugmyndir.

Myndirnar eru af verkum úr hálmi eftir Doris Karlsson en hún mun halda námskeið strax eftir hátiðina.

Birt:
June 19, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Hadda Bjarnadóttir „Kornið - 1. hluti“, Náttúran.is: June 19, 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/19/korni-1-hluti/ [Skoðað:June 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 15, 2008

Messages: