Urriðafossvirkjun út af borðinu?
Í vikunni bárust þær fréttir að á staðfestingu aðalskipulags Flóahrepps væri ekki tekið tillit til óska Landsvirkjunar um að stærsta fyrirhugaða virkjun við Þjórsá, Urriðafossvirkjun væri á skipulaginu. Sveitastjórn Flóahrepps gerði sem sagt ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun á aðalskipulaginu sem kynnt var í vikunni. Ný sveitasjórn hefur því aðra afstöðu til fyrirhugaðra virkjana en sú sem áður sat.
En Landsvirkjun brást snöggt við fréttunum af aðalskipulaginu og hefur sveitasjórn Flóahrepps nú boðað til íbúafundar þar sem kynna á „tvær tillögur, með og án virkjunarinnar“. Stefnubreyting hefur því orðið frá bókun sveitarstjórnar, stefnubreyting sem Landsvirkjun hefur knúið fram, hugsanlega með gylliboðum eða loforðum sem að ekki eru þó uppi á borðinu.
Í Ásahreppi, sem er einn af þremur hreppum sem hefur hagsmuni að gæta í málinu er gert ráð fyrir að virkjunarhúsið standi, þangað rynnu því fasteignagjöldin.
Spurningin er hvort að eitt sveitarfélag af þremur geti komiði í veg fyrir að virkjunin verði að veruleika. Það gæti komið til ef einn gallli á aðalskipulagi væri fyrir hendi. Sá galli gæti verið ósamræmi milli sveitarfélaga. Skipulagsstofnun ætti þá næsta leik og kæmi hugsanlega með tillögur til samræmingar. Það er því ekki útséð um hvort að Landsvirkjun takist að fá þessa umdeildu virkjun í gegn eins og staðan er nú.
Myndin er tekin af Urriðafossi. Ljósmynd: ©Árni Tryggvason.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Urriðafossvirkjun út af borðinu?“, Náttúran.is: 16. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/16/jrsrvirkjanir-t-af-borinu/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007