Þriðjudaginn 9. desember kl. 13:00, stendur Jarðhitafélag Íslands fyrir málþingi í minningu Valgarðs Stefánssonar. Málþingið fer fram í Víðgelmi í Orkugarði Orkustofnunar við Grensásveg.
  • Erum við að nýta jarðhitaauðlindir landsins á skynsamlegan og sjálfbæran hátt?
  • Erum við að beita bestu tækni og aðferðum við rannsóknir og mat á auðlindum?

þessar spurningar eiga jafnan fullt erindi til okkar og mikilvægt er að svör séu á reiðum höndum. Til að efla umræðu um viðfangsefnið efnir Jarðhitafélag Íslands til málþings um sjálfbæra nýtingu jarðhita í minningu Valgarðs Stefánssonar.  Valgarður var um árabil einn af okkar færustu vísindamönnum á þessu sviði og beitti sér mjög fyrir nýtingu jarðhitaauðlinda.

Fundarstjóri Þorsteinn Ingi Sigfússon, Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

13:00 – 13:15 Ávarp Iðnaðarráðherra, Össurar Skarphéðinssonar.
13:20 – 13:45 Líf og starf Valgarðs Stefánssonar í jarðhitamálum Benedikt Steingrímsson, ÍSOR.
13:50 – 14:10 Sjálfbær vinnsla og endurnýjanleiki jarðhitakerfa Guðni Axelsson, ÍSOR.
14:15 – 14:35 Niðurdæling í jarðhitakerfi Grímur Björnsson, Reykjavik Geothermal.
14:40 – 15:10 Kaffi - í boði ÍSOR.
15:10 – 15:30 Nýtni jarðhitavökva til orkuframleiðslu Oddur Björnsson, Verkís.
15:35 – 15:55 Grunnrannsóknir í jarðhitafræðum – grundvöllur orkuvinnslu Ólafur G. Flóvenz, ÍSOR.
16:00 – 16:20 Djúpborun Guðmundur Ómar Friðleifsson, HS Orku hf.
16:25 – 17:00 Umræður og fundarslit.

Mynd: Hellisheiðarvirkjun. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
8. desember 2008
Höfundur:
Orkustofnun
Uppruni:
Orkustofnun
Tilvitnun:
Orkustofnun „Málþing um sjálfbæra nýtingu jarðhita“, Náttúran.is: 8. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/08/malthing-um-sjalfbaera-nytingu-jarohita/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: