Erfðabreytt hrísgrjón frá TORO hafa nýlega verið innkölluð í Evrópu vegna sannanlegra ofnæmistilfella á borð við rauða díla á húð barna. Tilfellið hefur vakið umræðuna hér á landi af værum blundi og ljóst er að staðan er ekki ákjósanleg né sanngjörn gagnvart neytendum.
Krafan um að erfðabreytt matvæli í hillum verslana hér á landi verði kyrfilega merkt sem slík, verður æ háværari. Nýleg IMG-Gallupkönnun hefur leitt í ljós að 90% landsmanna vilja að erfðabreytt matvæli séu merkt. Þó hafa slík lög ekki verið innleidd hérlendis enn sem komið er. Á vef Umhverfisstofnunar er í dag frétt (sjá fréttina) um erfðabreytt hrísgrjón frá TORO (sjá mynd) þar sem berlega kemur í ljós hver lagaleg staða er. Neytendasamtökin hafa um nokkurt skeið beitt sér fyrir því að hér á landi verði skylt að merkja erfðabreytt matvæli sérstakleg og leiðbeinir eftir fremstu getu um hvernig forðast megi neyslu erfðabreyttra matvæla. Öll 25 aðildarríki ESB krefjast merkinga á erfðabreyttum matvælum. Einnig Noregur, Sviss, Rússland, Japan, Suður Kóres, Ástralía, Nýja Sjáland, Brasilía, Kína, Indónesía og Hvíta Rússland.

En af hverju hafa íslenskir neytendur ekki val?
Ástæðan er sú að engar reglur eru í gildi hér um innflutningstakmarkanir, markaðssetningarákvæði né um skyldu til að merkja erfðabreytt sérstaklega. Merkingarnar þurft að líta út eitthvað á þessa leið: Inniheldur 98% erfðabreytt hrísgrjón. Gæti valdið ofnæmi. „Börn og ófrískar konur gæði sérstakrar varúðar”. Kemur neytendum þetta ekki við?
-

Erfðabreytt langkorna hrísgrjón, Liberty Link - LL601, finnast nú í vaxandi mæli í matvælum. LL601 getur hugsanlega valdið  margvíslegum ofnæmisviðbrögðum. Mörg lönd hafa áhyggjur af  mögulegri krossmengun  frá LL601 yfir í önnur hrísgrjónaafbrigði.
Japanir, sem eru heimins mestu innflytjendur hrísgrjóna,  hafa bannað allan innfluttning á langfræjagrjónum til að minnka áhættu á að fá erfðabreytt  LL601 í sendingum til landsins.
Sjá nýlegar fréttir á gmo compass og á swissinfo.
Erfðabreytt.net er íslenskur vefur sem sérstaklega fjallar um erfðavísindi- og tækni og hvað erfðabreyting matvæla getur haft í för með sér fyrir heilsu okkar og umhverfið.

Birt:
5. október 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Börn og ófrískar konur gæti sérstakrar varúðar!“, Náttúran.is: 5. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/born_ofr_varud/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007

Skilaboð: