Tíu ára löng rannsókn sem fólst í að bera saman lífrænt ræktað og ólífrænt ræktað grænmeti og meta mismunandi áhrif þess á heilsu fólks var birt nú á dögunum. Rannsóknin var gerð í Bandaríkjunum og leiddi m.a. í ljós að næstum tvisvar sinnum meira magn af flavaproteini, sem er andoxunarefni, sé að finna í lífrænt ræktuðum tomötum en ólífrænt ræktuðum. Áhrif flavaproteina hafa verið ítarlega rannsökuð og hefur sannast að þau geta lækkað háan blóðþrýsting sem minnkar hættuna á hjartveiki og hjartaaáföllum.

Í greininni sem birtist í „Journal of Acriculture“ segja þeir sem stóðu að rannsókninni að aukin flavaprótein í tómötunum stafi mjög sennilega af háu hlutfalli köfnunarefnis í lífrænni í gróðurmold.

Af þessu leiðir að segja má að lífrænir tómatar séu „betri fyrir hjartað“ en tómatar sem ræktaðir eru á ólífrænan eða „hefðbundinn kemískan hátt“.

Þþtt af fréttavef BBC, sjá allla greinina.

Myndin er af lífrænt ræktuðum tómötum í Skaftholti. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
8. júlí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt grænmeti „betra“ fyrir hjartað“, Náttúran.is: 8. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/08/lfrnt-grnmeti-betra-fyrir-hjarta/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. október 2008

Skilaboð: