Horn, bein, hófar og klaufir
Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir sýndi verk sín á Handverkshátíðinni í Eyjafirði nú um helgina. Guðrún vinnur bæði skartgripi og nytjahluti úr náttúrulegum efnivið. Hún sagar og pússar bein, horn, klaufar og hófa og galdrar úr þeim armbönd, hálsfestar, tölur, nælur, hárspangir o.m.fl. Hlutirnir hafa fínlegt yfirbragð þrátt fyrir að efniviðurinn sé grófur í eðli sínu.
Guðrún fór á námskeið hjá dananum Sören Nordenkjær árið 1993 til að læra vinnslu horna og beina. Árið 2001–2002 stundaði hún síðan nám í miðaldahandverki við Bäckedalsfolkhögskola í Svíþjóð, með megináherslu á skinnaverkun og skinnahandsaum. Guðrún býr í Eyjafirði þar sem hún hefur hreiðrað um sig í fjósi sem hún hefur gert að vinnustofu. Sjá vef Guðrúnar listalind.is.
Myndin t.v. er af Guðrúnu við útstillingarskápa sína á Handverkssýningunni. Myndin t.h. er af einu armbandi hennar. Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Horn, bein, hófar og klaufir“, Náttúran.is: 13. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/13/horn-bein-hfar-og-klaufir/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. ágúst 2007