Sjálfbær þróun og neytendur
Í ritinu Áherslur umhverfisráðherra sem lagt var fram á Umhverfisþingi nú fyrir helgi gerir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra grein fyrir áherslum sínum á hnitmiðaðan hátt. Yfirskrift kaflanna í þessu snotra hefti eru: „Loftslagsbreytingar“, „Sjálfbær þróun og neytendur“, „Náttúruvernd og auðlindir“ og „Lþðræði og fræðsla“.
Þar sem að öll þessi atriði eru í sérstakri aðhlynningu hér á vefnum langar mig að taka fram að aðstandendur Náttúran.is tóku sér fyrir nokkrum árum fyrir hendur að vinna að flokkun og skilgreiningu umhverfisviðmiða, skrásetningu á þeim aðilum sem stunda viðskipti með umhverfisábyrgð að leiðarljósi, vinnslu umhverfisfræðsluefnis og tengingu umhverfisviðmiða við viðskiptalífið. Hvatinn var sú brýna þörf að einfalda og framreiða upplýsingar um umhverfismál þannig að allir skilji og geti þar af leiðandi notað þær í daglegu lífi. Það er því mikið gleðiefni að umhverfisráðuneytið ætli nú að beita sér í þessu efni.
Sjá kaflann um sjálfbæra þróun og neytendur.
Táknmynd fyrir „einkenni góðra umhverfisviðmiða“ hér á Náttúrunni. Sjá grein um einkenni góðra umhverfisviðmiða.
Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sjálfbær þróun og neytendur “, Náttúran.is: 15. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/14/sjlfbr-run-og-neytendur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 14. október 2007
breytt: 15. október 2007