Uppskera og Handverk 2006 að Hrafnagili var sett með viðhöfn í gær kl. 16:00.
Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri setti sýninguna og Jón Marinó Jónsson sagði sögu einnar fiðlu. Þar á eftir var frumflutningur á fiðlu Jóns Marinós. Fjölmargir sóttu sýninguna á fyrsta degi og var hún afar litrík.
Sýningarsvæði handverksfólks er á yfir eitt þúsund fermetra svæði – bæði inni í Hrafnagilsskóla og á útisvæði.
Þema hátíðarinnar er tónlist og fjölmargir listamenn munu koma fram.
Sérstakt verksvæði handverksmanna telur yfir 30 handverksmenn að störfum við mótun úr hinum ýmsu hráefnum.
Tónlist – dýrasýning – rennismiðir – hljóðfærasmiðir – leirkerasmiðir – hörpuleikari – eldsmiður – grænmeti – traktorar – landssýning landnámshænsna – handverksbíllinn – tálgun – vinnsla horna og beina – hoppukastali – tónlistarfólk. Yfir 70 sýnendur hafa stillt vörum sínum upp á sölubásum og í aðalsal hátíðarinnar er risastór tískusýningarpallur klæddur með tryppahúðum, hreindýraskinnum og kþrhúðum. Sjá nánari upplýsingar á vef hátíðarinnar.

Myndin er af Jóni Adolfi Steindórssyni (aðeins hendur hans sjást) við vinnu að höggmynd af Agli Skallagrímssyni, 5 ára, í fullri stærð en hann mun vinna áfram að verkinu á sýningunni.
Skipuleggjandi hátíðarinnar er Dóróthea Jónsdóttir.


 

Birt:
10. ágúst 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Handverks- og uppskeruhátíð í Eyjafjarðasveit“, Náttúran.is: 10. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/uppskhat_eyjafir/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: