Þvagfærasteinar
Steinar geta myndast og sest hvar sem er í þvagfærin. Nýrnasteinar valda verk í lendum. Steinar í þvagpípum geta valdið ný rnakrampa þar sem verkurinn virðist oft liggjaf rá lendum niður í nára. Steinar í þvagblöðru valda sterkri þörf til þess að kasta af sér þvagi þó svo að blaðran sé tóm. Steinar í þvagrás geta hamlað eðlilegu þvagflæði. Minnstu steinarnir valda oft sárustu verkjunum.
Steinar í þvagfærum eru annað hvort kalk- eða þvagsýrusteinar. Kalksteinar eru algegngari og myndast úr kalki og oxalati eða kalki og fosfórsýru. Í báðum tilvikum er ráðlegt að forðast fæðutegundir sem innihalda mikið kalk, svo og allan mat sem inniheldur oxalsýru. Gott er að drekka mikið af steinefnaríku ölkelduvatni (2-3 lítra á dag).
Þvagsýrusteinar myndast ef þvagið er mjög súrt. Forðist allan mat sem eftir meltingu sýrir blóð og þvag. Þar má helst nefna kjöt, eff, sætabrauð, hrogn og lifur, sardínur, sóld, appelsínur og greip, kaffi, te, áfengi, súkkulaði og súrt grænmeti, s.s. rabarbara og spínat. Borðið mikið af öllu öðru grænmeti og rótarávöxtum, sérstaklega kartöflum. Borðið einnig mikið af kornmeti og rótarávöxtum, öðrum en þeim sem taldir voru upp. Heimagerður sítrónudrykkur er mjög heppilegur fyrir fólk með þvagsýrusteina (sjá uppskrift í kafla um lifur, bls 166). Hæfilegt er að drekka 5-6 glös á dag.
Jurtir gegn þvagfærasteinum
Jarðarber (lauf og rót), blaðselja, lófótur, títa og gullhrís.
Jurtir er mýkja þvagfærin eru nauðsynlegar fyrir fólk sem er með steina í þvagfærum. Jurtirnar greiða leið steinanna út úr líkamanum. Bestu jurtirnar til þessa eru húsapuntur, gulmaðra, græðisúra og bjöllulilja.
Ef fólk þjáist af miklum verkjum og krampa vgna steina í þvagfærum má nota krampalosandi jurtir, t.d. garðabrúða og úlfarunna.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn þvagfærasteinum
1 x blaðselja
2 x jarðarber (blöð)
2 x húsapuntur
1 x gulmaðra
2 x úlfarunni
Steinar í þvagfærum eru annað hvort kalk- eða þvagsýrusteinar. Kalksteinar eru algegngari og myndast úr kalki og oxalati eða kalki og fosfórsýru. Í báðum tilvikum er ráðlegt að forðast fæðutegundir sem innihalda mikið kalk, svo og allan mat sem inniheldur oxalsýru. Gott er að drekka mikið af steinefnaríku ölkelduvatni (2-3 lítra á dag).
Þvagsýrusteinar myndast ef þvagið er mjög súrt. Forðist allan mat sem eftir meltingu sýrir blóð og þvag. Þar má helst nefna kjöt, eff, sætabrauð, hrogn og lifur, sardínur, sóld, appelsínur og greip, kaffi, te, áfengi, súkkulaði og súrt grænmeti, s.s. rabarbara og spínat. Borðið mikið af öllu öðru grænmeti og rótarávöxtum, sérstaklega kartöflum. Borðið einnig mikið af kornmeti og rótarávöxtum, öðrum en þeim sem taldir voru upp. Heimagerður sítrónudrykkur er mjög heppilegur fyrir fólk með þvagsýrusteina (sjá uppskrift í kafla um lifur, bls 166). Hæfilegt er að drekka 5-6 glös á dag.
Jurtir gegn þvagfærasteinum
Jarðarber (lauf og rót), blaðselja, lófótur, títa og gullhrís.
Jurtir er mýkja þvagfærin eru nauðsynlegar fyrir fólk sem er með steina í þvagfærum. Jurtirnar greiða leið steinanna út úr líkamanum. Bestu jurtirnar til þessa eru húsapuntur, gulmaðra, græðisúra og bjöllulilja.
Ef fólk þjáist af miklum verkjum og krampa vgna steina í þvagfærum má nota krampalosandi jurtir, t.d. garðabrúða og úlfarunna.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn þvagfærasteinum
1 x blaðselja
2 x jarðarber (blöð)
2 x húsapuntur
1 x gulmaðra
2 x úlfarunni
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Þvagfærasteinar“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/vagfrasteinar/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007