Frá hönnun til útflutnings
Útflutningsráð Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu á Hilton Nordica miðvikudaginn 15. október kl. 13:00-17:00 , þar sem m.a. hollenski hönnuðurinn Max Barenburg mun halda fyrirlestur.
Max Barenburg er þekktastur fyrir að hafa hannað Bugaboo barnakerruna sem nú er ein mest selda barnakerra í heimi og úr varð milljarða evra fyrirtæki þar sem kerran er táknmynd hins nútímalega karlmanns og stöðutákn nútímaforeldra. Fyrirtækið hefur verið markaðsráðandi í heiminum síðustu átta ár.
Sjá nánar á www.bugaboo.com.
Ráðstefnan er haldin til að vekja athygli á mikilvægi hönnunnar þegar vara er framleidd. Verkefnið Frá hönnun til útflutnings verður kynnt, þar sem Útflutningsráð greiðir 50% af launum hönnuðar á móti framleiðanda við hönnun á nýrri vöru til útflutnings.
Þau fyrirtæki sem valin hafa verið til þátttöku í verkefninu Frá hönnun til útflutnings verða kynnt í lok ráðstefnunnar. Einnig koma fram hönnuðir frá Vík Prjónsdóttir sem hefur náð miklum árangri og 8+8 Made in Hafnarfjörður þar sem 8 alþjóðlegir hönnuðir og 8 hafnfirsk iðnfyrirtæki unnu saman að framleiðsluvörum.
Frítt er á ráðstefnuna en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í síma 511 4000 eða á greta@utflutningsrad.is
Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði í síma 824 4376 eða asgerdur@utflutningsrad.is
Max Barenburg er þekktastur fyrir að hafa hannað Bugaboo barnakerruna sem nú er ein mest selda barnakerra í heimi og úr varð milljarða evra fyrirtæki þar sem kerran er táknmynd hins nútímalega karlmanns og stöðutákn nútímaforeldra. Fyrirtækið hefur verið markaðsráðandi í heiminum síðustu átta ár.
Sjá nánar á www.bugaboo.com.
Ráðstefnan er haldin til að vekja athygli á mikilvægi hönnunnar þegar vara er framleidd. Verkefnið Frá hönnun til útflutnings verður kynnt, þar sem Útflutningsráð greiðir 50% af launum hönnuðar á móti framleiðanda við hönnun á nýrri vöru til útflutnings.
Þau fyrirtæki sem valin hafa verið til þátttöku í verkefninu Frá hönnun til útflutnings verða kynnt í lok ráðstefnunnar. Einnig koma fram hönnuðir frá Vík Prjónsdóttir sem hefur náð miklum árangri og 8+8 Made in Hafnarfjörður þar sem 8 alþjóðlegir hönnuðir og 8 hafnfirsk iðnfyrirtæki unnu saman að framleiðsluvörum.
Frítt er á ráðstefnuna en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í síma 511 4000 eða á greta@utflutningsrad.is
Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði í síma 824 4376 eða asgerdur@utflutningsrad.is
Birt:
14. október 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Frá hönnun til útflutnings“, Náttúran.is: 14. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/14/fra-honnun-til-utflutnings/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.