Níu norrænir ráðherrar frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, og Álandseyjum samþykktu þann 28. júní 2012, Niðarósayfirlýsinguna um ábyrgð grunnatvinnugreinanna og matvælageirans á grænum hagvexti.

Norðurlönd hafa gott aðgengi að náttúruauðlindum sem geta skapað grundvöll fyrir hagvöxt í framtíðinni. Sjálfbær samfélagsþróun sem tekur mið af framtíðinni og grænt hagkerfi er óhugsandi án þess að tekið sé til framleiðslu matvæla og annarra vöruflokka úr hafi, vötnum, landbúnaði og beitilöndum.

Niðarósayfirlýsingin leggur áherslu á að grunnatvinnugreinarnar og matvælaiðnaðurinn liggi til grundvallar grænum hagvexti. Markmiðið er aukin sjálfbærni og samkeppnishæf framleiðsla á, matvælum, fóðri, í byggingariðnað, líforku og nýjar vörutegunda af landi, úr hafi og vatni. Í yfirlýsingunni leggja norrænu ríkin áherslu á fjölda aðgerða sem geta stuðlað að aukinni grænni verðmætasköpun.

Um sumarfundinn 2012

Norðmenn fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um fiskveiðar, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS) árið 2012.

Þessa vikuna hefur Norræna ráðherranefndin um fiskveiðar, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS) fundað þar hafa þau Lisbeth Berg-Hansen sjávarútvegs- og strandsvæðaráðherra, Trygve Slagsvold Vedum landbúnaðar og matvælaráðherra og Kjell Erik Øie ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og umönnunarráðuneytisins tekið á móti norrænu ráðherrunum, en fundurinn er einn af sumarfundum Norðurlandaráðs sem haldnir eru dagana 26. til 29. júní á Rica Nidelven Hótelinu í Þrándheimi.

Sjá nánar hér.

Ljósmynd: Rauðsmári, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
30. júní 2012
Tilvitnun:
Norden - Norræna ráðherranefndin „Ný norræn yfirlýsing um grænan hagvöxt “, Náttúran.is: 30. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/30/ny-norraen-yfirlysing-um-graenan-hagvoxt/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: