Japan hyggst minnka útblástur um fjórðung miðað við 1990
Japan hyggst minnka útblástur um fjórðung miðað við 1990
Nýkjörinn forsætisráðherra Japans, Yukio Hatoyama, lofar að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020 miðað við 1990. Hann tekur við embætti þann 16. september.
Fyrr í sumar höfðu japönsk stjórnvöld kynnt markmið um 8% samdrátt á sama tímabili en þá skal haft í huga að Vísindanefnd Sameinuðu þjóðann telur að iðnríki verði að draga þurfi úr losun um 25 - 40%.
Talið er að Yukio Hatoyama muni kynna ný markmið Japans á sérstökum loftslagsdegi, sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon hefur boðað leiðtoga heims til 22. - 23. september.
Sjá frétt RÚV.
Sjá frétt BBC.
Grafík: Japan síðan 1990. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
7. september 2009
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Japan hyggst minnka útblástur um fjórðung miðað við 1990“, Náttúran.is: 7. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/07/japan-hyggst-minnka-utblastur-um-fjoroung-mioao-vi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.