Pósthússtræti lokað vegna óviðráðanlegrar veðurblíðu
Pósthússtræti er lokað í dag fyrir bílaumferð vegna veðurblíðu. Lokun götunnar á góðviðrisdögum í sumar hefur mælst vel fyrir hjá veitingahúsaeigendum og gestum sem njóta veitinga utandyra. Lokunin dregur úr hljóðmengun á Austurvelli og mengun vegna útblásturs bifreiða.
Græna skrefið að loka Pósthússtræti á góðviðrisdögum tókst vel í sumar að mati Pálma Freys Randverssonar verkefnisstjóra hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Götunni hefur verið lokað fyrir bílaumferð um það bil 20 sinnum í sumar. Veitingahúsagestir og gangandi og hjólandi vegfarendur hafa verið ánægðir með þessa tilbreytingu. Veitingahúsaeigendur hafa sett borð og stóla út á Pósthússtræti og fólk notið þess betur að hvíla sig og spjalla á Austurvelli. „Nú verður byggt á þessari reynslu að loka götunni fyrir bílaumferð og kanna hvort hægt verði að loka oftar og lengur í hvert sinn,“ segir Pálmi Freyr.
Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Pósthússtræti lokað vegna óviðráðanlegrar veðurblíðu“, Náttúran.is: 20. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/20/posthusstraeti-lokao-vegna-ovioraoanlegrar-veourbl/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.