Hér fara tilkynningar Almannavarna:

20.3.2010

Eldgos hafið í Eyjafjallajökli

Eldgos er hafið í Eyjafjallajökli. Öskufall er staðfest í Fljótshlíðinni. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna eldgossins og áætlun vegna eldgoss í Eyjafjallajökli hefur verið virkjuð. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð er virkjuð og áhöfn er að hefja störf: Verið er að boða viðbragðsaðila á vettvang og náið er fylgst með framvindu. Aðgerðastjórn umdæmis er komin saman á Hellu og rýming er hafin í Fljótshlíð. Nánari upplýsingar koma síðar.

21.3.2010

Rþming hafin vegna eldgoss í Eyjafjallajökli

Ákveðið hefur verið að rýma samkvæmt áætlun vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Svæðin er verið að rýma eru svæðin á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls. Fljótshlíðin og svæðin vestan Markarfljóts rými til Hvolsvallar og Hellu .Aðrir fara í Skálakot. Skógar rými til Víkur.

21.3.2010

Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins opnaðar
3 fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins hafa verið opnaðar á Hellu, Hvolsvelli og í Vík. Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti fólki. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið virkjaður og tekur á móti símtölum frá aðstandendum öðrum sem vilja fá upplýsingar vegna gossins.
Birt:
21. mars 2010
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Eldgos í Eyjafjallajökli“, Náttúran.is: 21. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/21/eldgos_i_eyjafjallajokli/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: