Tölvrisinn Apple hefur verið útnefnt sem eitt af tíu umhverfisvænustu* fyrirtækjum í Bandaríkjunum (*most environmentally friendly). Þann 21. 04.2006 birti Apple á vef sínum frétt um útvíkkun endurvinnslustefnu sinnar. Felur hún í sér að frá og með júní á þessu ári gildi sú regla að við kaup á nýrri tölvu taki söluaðilar fyrirtækisins við gömlu tölvunni og fargi henni án endurgjalds. Áður, eða frá 2002 hefur fyrirtækið tekið við eldri tölvum til förgunar, þó á kostnað viðskiptavinarins. Við fyrirspurn Grasaguddu, um hvenær þessi þjónusta verði innleidd hér á landi, fékkst eftirfarandi svar frá Steingrími Árnasyni þróunarstjóra Apple IMC á Íslandi: „Endurvinnsluprógrammið er bara innan Bandaríkjanna sem stendur. Það jákvæða er þó að samhliða aukinni áherslu fyrirtækisins á þessi mál er ummál pakkninga að minnka gríðarlega“. Sögu umhverfisstefnu Apple má rekja aftur til ársins 1990.

 

Birt:
23. apríl 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Apple og umhverfið“, Náttúran.is: 23. apríl 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/apple_umhverfid/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: