Vistvæn upplýsingatækni
Föstudaginn 27. júní kl. 11.00 mun einn helsti sérfræðingur heims á sviði upplýsingatækni, Subramaniam Ramadorai, flytja fyrirlestur í Hátíðarsal HÍ, Aðalbyggingu. Umhverfisvernd er mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja og upplýsingatækni er ekki undanskilin þegar kemur að losun kolefnis út í andrúmsloftið. Erindi Ramadorai heitir „Vistvæn upplýsingatækni“.
Ramadorai er forstjóri TCD (TATA Consulting Services) sem er í hópi stærstu upplýsingatæknifyrirtækja í heiminum. Starfsmenn TCS eru um 110.000 og starfa í rösklega 50 þjóðlöndum.
TSC þjónustar fjölmörg stærstu fyrirtæki heims, m.a. Chrysler, British Airways, Nissan Motors. Motorola og Microsoft. Viðskiptavinir fyrirtækisins hér á landi eru meðal annrs Glitnir, Síminn, Eimskip og Kaupþing. TATA Group á annan gagnaflutningastrenginn sem liggur á hafsbotni milli Íslands og Evrópu.
Að athöfn lokinni verður boðið upp á hádegissnarl. Erindið er í boði Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskóla Íslands. Allir velkominir
Birt:
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Vistvæn upplýsingatækni“, Náttúran.is: 26. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/26/vistvaen-upplysingataekni/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.