Samfélagsleg ábyrgð verður sífellt mikilvægari þáttur í starfsemi fyrirtækja. Samfélagsábyrgð fyrirtækja tekur til umhverfis-, efnahags- og samfélagsþátta og felst í því að starfshættir og auðlindir fyrirtækisins séu einnig nýttar til hagsældar fyrir samfélagið sem það starfar í.
GRI Index er alþjóðlegur staðall sjálfbærnivísa á vegum Global Reporting Initiative sem auðveldar fyrirtækjum að miðla upplýsingum um starf sitt á sviði samfélagslegrar ábyrgðar með trúverðugum hætti, þar sem skilgreint er hvaða atriði og áherslur skipta mestu máli í slíku starfi og æskilegt er að miðla. Auk þess eru GRI viðmiðin góður leiðarvísir til hliðsjónar við uppbyggingu sjálfbærnistarfs fyrirtækja. Lykiláherslur GRI eru gagnsæi, áreiðanleiki, kynning og sjálfbærni. Yfir 1000 fyrirtæki nota GRI-viðmiðin í dag, algengust eru stór og meðalstór fyrirtæki. Hægt er vinna með GRI viðmiðin í áföngum og ganga smám saman lengra varðandi miðlun upplýsinga. Hægt er að velja um nokkur stig varðandi umfang upplýsinga og mismunandi stig vottunar.
Mikilvægt er að líta á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem langferð sem smám saman skilar sér í bættri frammistöðu, trúverðugleika, ímynd og þar af leiðandi bættri samkeppnisstöðu. Mestum árangri er náð ef gefinn er góður tími, þá verður starfið vel skipulagt og árangursríkt.
Greina má ákveðna þróun í samfélaglegri ábyrgð fyrirtækja undanfarin misseri. Sé horft út fyrir landsteinana kemur í ljós að: