Það er alltaf mikil stemning þegar fjölskyldan fer saman í Heiðmörk til að höggva sitt eigið jólatré. Í ár verður opið í Hjalladal í Heiðmörk helgarnar 15.-16. og 22.-23. desember á milli klukkan 11 til 16. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun vígja jólaskóginn laugardaginn 15. desember klukkan 11 og höggva fyrsta jólatréð.

Jólasveinar koma í heimsókn alla dagana og varðeldur er kveiktur. Boðið verður uppá heitt kakó og jólalög sungin. Sagir og klippur verða til útláns.

Íslensk jólatré eru vistvæn. Þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt milli landa. Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur félagið að minnska kosti tvö tré.

Hægt er að kaupa höggvin tré á 5900 krónur, bæði í Hjalladal og við jólamarkaðinn á Elliðvatni. Um er að ræða blágreni, fjallaþin, rauðgreni og stafafuru. Fyrir þá sem vilja höggva sjálfir kostar tréð 4900 krónur - óháð stærð.

Merkingar vísa leiðina við innkomurnar í Heiðmörk, annars vegar við Rauðhóla og hins vegar í Vífilsstaðahlíð. Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar og kort á heimasíðunni www.heidmork.is
Nánari upplýsingar má einnig nálgast í síma 564-1770.

Félagsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur fá 500 krónur í afslátt.

Opna stærra kort af Heiðmörk

Birt:
19. nóvember 2007
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Reykjavíkur „Jólaskógurinn í Heiðmörk“, Náttúran.is: 19. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/19/jolaskogurinn-i-heiomork/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: